Kvikmyndagerð, vefhönnun og miðlun!

AXA sérhæfir sig í ráðgjöf, hugmyndavinnu, vefhönnun og framleiðslu á auglýsinga- og kynningarefni.

Forsíðumynd AXA

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar nýjar og nýlegar vefsíður sem AXA hefur hannað.

axis.is

AXA hannaði og setti upp vefinn axis.is - Þá sér AXA um viðhald vefsins fyrir AXIS húsgögn og ljósmyndar reglulega og setur inn fréttir sem tengjast AXIS hverju sinni. AXA hefur gert myndbönd fyrir AXIS húsgögn auk þess að sinna ýmsum tilfallandi verkefnum fyrir fyrirtækið.

healthco.is

healthco.is

AXA hannaði og setti upp vefinn healthco.is.is og hefur einnig sinnt öðrum verkefnum fyrir HealthCo ehf.

gymheilsa.is

Heilsuræktarstöðin GYM heilsa er meðal viðskiptavina AXA. Við hönnuðum og settum upp vefinn gymheilsa.is og höfðum áður gert myndbönd fyrir fyrirtækið sem þá hét Actic. Í dag setjum við inn fréttir og tilkynningar fyrir GYM heilsu þegar þess er óskað.

hegas.is

hegas.is

AXA er að hanna nýjan vef fyrir hegas.is og er vefurinn væntanlegur í loftið á næstunni. AXA hefur áður sinnt ýmsum verkefnum fyrir Hegas.

steinn.is

steinn.is

AXA hannaði og setti upp vefinn steinn.is og hafði áður gert eitt myndband með eiganda vefsins, sem er Steinn Kárason.

Þrastalundur

Þrastalundur

AXA hannaði vef fyrir Þrastalund en vefurinn hefur ekki verið settur upp á rétt lén enn sem komið er. Beðið er undirskriftar frá forsvarsmönnum lénsins thrastalundur.is til að svo geti orðið.

vardan.is

AXA hannaði og setti upp vefinn vardan.is og sá um viðhald og innsetningu á efni fyrir barnavöruverslunina Vörðuna í nokkur ár. Þá gerði AXA myndband fyrir Vörðuna en fyrirtækið sem stofnað var árið 1944 varð gjaldþrota í nóvember 2015.

vikingstore.is

vikingstore.is

AXA hannaði vef fyrir vikingstore.is en um er að ræða vefsíðugerð tengt viðskiptahugmynd sem er í vinnslu hjá hjónum í Reykjavík. Vefurinn er því enn í vinnslu og á hugmyndastigi.

katya.is

katya.is

AXA setti upp vefinn katya.is fyrir einstakling í Reykjavík.

 

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn tengt ljósmyndun og textaskrifum AXA fyrir viðskiptavini sem eru með tilkynninga- og fréttakerfi.

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði

Ný tölvustýrð plötusög AXIS